Ég vorkenni ...

... starfsfólkinu sem vinnur í þjónustuveri Iceland Express. Eitt er víst, að fólkið sem vinnur þar er að vinna fyrir jólabónusinum í ár. Ég vona að þeim sé launað aukalega fyrir álag sem skapast af ósáttum viðskiptavinum.
mbl.is Skikkaður til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála því.   En ég get ekki sagt að ég vorkenni fólki sem þarf að taka smá útúrdúr á leið sinni.  Ég var á Portúgal og þá var okkur tilkynnt í flugstöðinni að við kæmum við á Mallorca að ná í farþega.... að sjálsögðu urðu einhverjir pirraðir.  En maður færi nú ekki að væla í fjölmiðlum yfir svona.  Það er nú ekki eins og það sé verið að skikka hann til Auschwhitz þó hann sé á leiðinni til Póllands ;) hehe

Joseph (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað er maðurinn að kvarta? Hann fær okeypis útsýnisferð yfir hálfa Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 4.12.2008 kl. 16:33

3 identicon

Hver sá sem vinnur í þjónustuveri hjá flugfélagi hefur tekið ákvörðun. Af öllum mínum samskiptum við flugfélög (báðum megin við borðið) hef ég komist að því að almennt finnst starfsfólki flugfélaga viðskiptavinur vera óheppileg og ill nauðsyn og koma þannig fram við þá. Yfirmenn virðast flestir líta á viðskiptavini sem andstyggðarfyrirbæri sem trufla annars ágætann rekstur. Þetta skilar sér til viðskiptavina sem líta flestir á félögin sem gróðasjúk batterí mönnuð af fólki sem hatar alla.

Sem er ekki svo fjarri lagi.

Akkúrat núna er ég í svipaðri stöðu og þessi herramaður, bara gagnvart Flugleiðum og með alla fjölskylduna (tvö ung börn) að reyna að koma til Íslands um jólin.

Joseph, afþví að það íslendingar þora ekki að kvarta upphátt þá leyfa félögin sér hvað sem er. Starfsfólk flugleiða kallar venjulega farrýmið (sem heitir á pappírum vélarinnar "M Class") Monkey Class. Það er öll virðingin sem er borin fyrir ÞÉR sem borgar launin þeirra. 

ari (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:35

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Flugfélagið er tilbúið að komast á móts við farþega, sem mér finnst ágætt. Ég var bara að ræða framkomu yfirmanna við starfsfólk sem er að taka við þessum kvörtunum. Eitthvað eins og "Jæja það er búið að vera álag á ykkur, hvernig væri ef við myndum bjóða öllum í bíó" ...

Það er ekki mín reynsla að Íslendingar eru ragir við að kvarta þegar brotið er á þeirra rétti. Amk sínum persónulega rétti.

Róbert Þórhallsson, 4.12.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er nú eiginlega meinfyndið (fyrir þann sem ekki þurfti að fljúga þennan aukakrók).  Kaupa sér miða til einhvers lands og stoppa svo hér og þar á leiðinni til að taka farþega.  Þetta er að verða eins og strætó.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband