5.6.2008 | 09:23
Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Þetta allt mál virðist vera illa hugsað frá upphefi til enda. Þessir villimenn sem skutu varnarlaust dýrið eiga vonandi órótt um svefn næstu daga - en líklegast eru þeiri samviskulausir - helvítis villimenn.
![]() |
Einmana og villtur hvítabjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér...það eru víðar rednecks en í Ameríku... litlir kallar og aumingjar með frethólka að fá einhverja karlmennsku-útrás og svala dráps-fíkninni. Skömm að þessu.
Róbert Björnsson, 5.6.2008 kl. 17:49
Varnarlaust dýrið já... sem getur bara hlaupið á meira en 50 km. hraða og fundið lykt tugi kílómetra. Sama dýr og fer létt með að stúta hestum, nautum og jafnvel stærri dýrum.
Þetta er ekki gæludýr - þetta er væntanlega ein hættulegasta dýrategund á norðurhveli jarðar. Sá sem skaut það sefur eflaust vel - allavega betur en ef hann hefði tekið þátt í skrípaleik eins og að taka þá áhættu að elta dýrið þangað til nauðsynlegt deyfilyf kæmi frá Reykjavík (ef það var á annað borð til þar), svæfa kvikindið, flytja það með þyrlu Landhelgisgæslunnar til heimahaganna (og vona að ekki komi upp neyðartilvik á meðan) og eyða milljónum á milljónir ofan af skattfé almennings í vitleysuna.
Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 20:06
Ég er sammála ingvari, það var rétt að skjóta vesalinginn. Ef að dýrið hefði svo ráðist á eitthvern og drepið, þá væri löggan í enn verri málum.
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:09
Ég skil þig vel Ingvar, en ég hefði viljað deyfa dýrið og spá svo í málin. Þessi afgreiðsla var fullgróf fyrir minn smekk.
Róbert Þórhallsson, 6.6.2008 kl. 00:29
Lögreglustjórinn þurfti að ákveða sig á stuttum tíma - skjóta dýrið eða eiga á hættu að missa af því með tilheyrandi áhættu. Hann hafði stuttan tíma til að taka ákvörðun og við hin höfum alla framtíðina til að finna allt mögulegt athugavert við ákvörðunina.
Einn bangsi á móti hættunni á að fólk léti lífið - ekki spurning.
Ingvar Valgeirsson, 7.6.2008 kl. 20:59
Já, ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Það fór engur síður mjög í mig að sjá þessa sveitlúða stæra sig yfir þessu drápi.
Róbert Þórhallsson, 8.6.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.