Færsluflokkur: Lífstíll
3.6.2008 | 11:39
Má ekki bjóða þér mola?
Ég man eftir því að hafa séð þessa jakkafataklæddu menn í supermörkuðum landsins að bjóða fólki uppá hið ódauðlega nammi Quality Street frá Nestle - um leið og menn þáðu molann þá var voðinn vís. Söluræðan fór í fullt og þessir menn voru tilbúnir að gerast bestu vinir þínir; fyrir undirskrift þína. Ótrúlega skemmdir viðskiptahættir þarna í gangi að mínu mati.
En þetta kom sér vel því ég afritaði sömu hætti þegar ég var að selja jólakort/geisladiska í fyrra fyrir SKB. Ég afsakaði mig með því að málefnið var gott og allur ágóði fór óskiptur til þeirra.
Brugðist við tilmælum Neytendasamtakanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 10:23
Magni er fyndinn
Kann að meta svona húmor og hreinskilni gagnvart atviki sem margur maðurinn gæti farið að væla út af.
"Við getum orðað það svo að rammagerðin á Suðurlandinu muni hafa svolítið mikið að gera á næstunni."
Vel spilað!
Allar gullplöturnar ónýtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2008 | 10:21
Hver er þessi Már?
Geysir lifnaði við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2008 | 07:30
Spænska 101
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 19:37
Enska deildin orðin spennandi
Arsenal menn leggja Everton sannfærandi af velli eftir að hafa lent 1-0 undir. Everton menn eru góðir á heimavelli og er þetta því mjög mikilvægur sigur fyrir Arsenal. Þarna eru þeir farnir að sýna karakter sem einkennir meistara. Ég græt ekki þau úrslit að Man Utd tapaði á móti West Ham og bendi eins og Ferguson sjálfur að þeir voru bara sterkari aðilinn. Vorkenni samt Ronaldo að klúðra vítaspyrnu sem hefði getað tryggt þeim sigurinn en skot hans fór metra framhjá vinstra horninu. Áfram Arsenal!
Arsenal efst eftir sigur á Everton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 14:54
Robbie Williams með stórt hjarta
Mér líst vel á þetta framtak hjá honum Robbie karlinum. Þrátt fyrir frægð og frama þá tekur hann sér tíma til að huga að þeim sem hafa lent undir í lífinu og eiga ekki fyrir brauð og vatni. Ég mæli með að fólk sem hefur áhuga á tónlist Robbie að kynna sér DVD disk þar sem hann heldur tónleika í Knebworth kastala fyrir framan 375.000 manns. Ekki ómerkari menn heldur en Rolling Stones, Queen, Led Zeppelin, Pink Floyd og Oasis hafa tryllt lýðinn á þessu fornfrægu slóðum.
Robbie Williams eyðir jólunum með heimilislausum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 12:46
Hver segir að íþróttir séu ekki mannbætandi?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 11:36
Eiður alltaf góður í stóru leikjunum
Gífurlega mikilvægur leikur sem tryggir toppsætið fyrir stjörnuprýtt lið Barcelona. Eiður Smári er að byrja að sýna af hverju hann á skilið það traust sem hann er eflaust núna búinn að vinna inn núna. Hann mun væntanlega endurgjalda það traust með fleiri mörkum. Ég er stoltur af því að búa á smá-eyju sem á hágæða markaskorandi striker í einu besta félagsliði heims.
Úr grein frá Soccernet má lesa:
"Gudjohnsen, for example, is a player underestimated by the Spanish press in general, but he rarely plays a poor game. On Saturday night his link play was perfect, dropping deep and helping to channel the moves, and then getting forward and threatening to score whenever the play had not come through him. He deserved his goal and looked very effective. "
"Turning to Valencia for a moment, it was as if everything that Barça appeared to have, the home side lacked. It's easy to say that Valencia have no Messi, no Iniesta and no Xavi, but less obvious to say that they have no Gudjohnsen."
Eiður skoraði í 3:0-sigri Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 17.12.2007 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 16:40
Ég mun snúa mínum viðskiptum þangað..
Þetta er frábært framtak! Sjálfur er ég að styrkja SKB með því að selja fyrir þá jólakort í Kringlunni 30nóv-1.des. Fékk vinnuveitanda minn (Vodafone) til að borga allan kostnað sem því fylgir, þeir reyndar bættu um betur og buðust til að borga mér laun á meðan ég sinni þessu skemmtilega verkefni. Icelandair fær plús hjá mér, þetta mun örugglega bæta lífsgæði barnanna til muna.
Uppfært 17 desmeber: Jólakortasalan í Kringlunni gekk mjög vel, við náðum að safna rúmlega 330 þúsund krónum í gott málefni. Ég vill þakka þeim öllum sem komu að sölunni og þeim sem keyptu kort. Bendi áhugasömum að skoða síðuna www.skb.is til að fá nánari upplýsingar.
Icelandair býður börnum með krabbamein í skemmtiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 17.12.2007 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)